Upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðuna um COVID-19 á Íslandi með þeim afleiðingum að margir eru haldnir ýmsum ranghugmyndum um veiruna. Sérhverjum Íslendingi ber að upplýsa sjálfan sig svo hann láti ekki röklausan ótta hafa áhrif á dómgreind sína.
Heildarmyndin (Kofid.is) er upplýsingaveita sem samanstendur af vönduðum greinum um veiruna og faraldurinn. Greinarnar eru grundaðar í vísindarannsóknum og upplýsingum frá opinberum stofnunum.
Sjálfbær stefna í sóttvörnum
Þar sem SARS-CoV-2 er komin til að vera þá sárvantar skýrt markmið og sjálfbæra langtímastefnu í baráttunni við veiruna. Bóluefnin ein og sér munu ekki leiða til hjarðónæmis eins og vonast var eftir, því bóluefnin vernda illa gegn smiti þó þau verndi vel gegn alvarlegum veikindum. Ef við viljum ná hjarðónæmi þá mun fólk þurfa að smitast fyrr eða síðar.
Lesa meira…
Þær sóttvarnaraðgerðir sem hafa verið í gildi eru kostnaðarsamar og valda gríðarlegum samfélagslegum skaða. Við höfum ekki efni á að halda þeim áfram til frambúðar, auk þess sem fjármunirnir gætu bjargað fleiri lífum ef þeir væru settir annað. Á komandi árum munu aðgerðirnar skerða lífsgæði og kosta líf á móts við þau sem þær hafa bjargað.
Ný stefna gæti einkennst af því að styrkja heilbrigðiskerfi, bæta lýðheilsu og vernda viðkvæma hópa með markvissri vernd sem er lýst hér að neðan. Sífellt fleiri eru að átta sig á þessu, þ.á.m. Bretland, Albertafylki í Kanada og nokkur ríki í Bandaríkjunum.
Skrifað í ágúst 2021.
Lesa grein…
Efnahagsáhrif sóttvarnaraðgerða
Breyting á áætlaðri afkomu hins opinbera á árunum 2019 til 2023 er neikvæð um 1140 milljarða króna. Það mætti byggja tuttugu nýja Landspítala fyrir það fé sem hefur tapast vegna kostnaðarsamra sóttvarnaraðgerða. Tjónið verður meira með hverjum degi sem líður.
Lesa meira…
Það er mikilvægt að breyta um stefnu sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að tjónið verði ennþá meira.
Versnandi afkoma mun leiða til niðurskurðar hjá hinu opinbera, og skertrar þjónustu. Skerðing á þjónustu þýðir til dæmis að fólk fær lélegri heilbrigðisþjónustu. Lélegri heilbrigðisþjónusta kemur niður á heilsufari og lífslíkum í samfélaginu.
Atvinnuleysi mældist síðast 12,5% í febrúar 2021. Dánarhlutfall atvinnulausra er 37-63% hærri en annarra. Umfram atvinnuleysi vegna sóttvarnaraðgerða gæti því leitt af sér 190-320 ótímabær dauðsföll meðal fólks á besta aldri.
Tilteknar sóttvarnaraðgerðirnar og efnahagslegar afleiðingar þeirra munu valda fleiri dauðsföllum en Covid. Ofan á dauðsföll bætast ár sem glatast vegna andlegra sjúkdóma. Það er áríðandi að draga úr sóttvarnaraðgerðum sem fyrst til að lágmarka þann skaða sem þær munu valda.
Skrifað í apríl 2021.
Lesa grein…
Dánartíðni
Um 96% allra andláta sem bendluð eru við Covid eru hjá fólki sem er yfir sextugu. Hin fjögur prósentin eru aðallega hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Bólusetningu þessara hópa líkur undir lok maí, og þá er veiran orðin að mestu leiti hættulaus.
Lesa meira…
Covid er gríðarlega ólíklegt til þess að draga heilbrigða manneskju undir sextugu til dauða, en af þeim sem smitast úr þessum lætur aðeins einn af hverjum 25000 láta lífið, meðan 99,996% lifa. Dánartíðnin er svo enn lægri hjá yngra fólki.
Mjög fá börn láta lífið af völdum Covid. Í Bandaríkjunum deyja fleiri börn af völdum flensu á hverju ári, en af völdum Covid síðastliðið ár, þó fleiri smitist af Covid. Því miður deyja börn stundum, úr veirusýkingum og öðrum sjúkdómum, en þeim stafar lítil hætta af Covid í samanburði við önnur dánarmein.
Skrifað í apríl 2021.
Lesa grein…
Langvarandi Covid
Fólk sem veikist lítið af Covid er mjög ólíklegt til að fá langvarandi einkenni, en 80% þeirra sem smitast fá væg eða engin einkenni.
Það er vel þekkt hverjir veikjast illa; það er eldra fólk og fólk með undirliggjandi áhættuþætti. Ungt og heilbrigt fólk þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af langvarandi Covid ef það skyldi sýkjast.
Lesa meira…
Greinin Langvarandi Covid í stuttu máli birtist í Morgunblaðinu 11. maí 2021.
Langvarandi Covid birtist í nokkrum myndum, en í umræðunni eru þær allar settar undir sama hatt. Flestir sem upplifa einhver einkenni eftir sýkinginu, lýsa misslæmum einkennum í fáeinar vikur og ná skjótt bata. Alvarleg tilfelli þar sem fólk þarfnast endurhæfingar til að ná bata eru óalgeng, en mikið er fjallað um þessi tilfelli í fjölmiðlum.
Þó rannsóknir, byggðar á könnunum, gefi til kynna að 2-14% fólks greini frá einhverjum einkennum, sem koma og fara, í 12 vikur eftir að greinast með Covid, þá er ekki að segja að sama hlutfall hljóti sjúkdómsgreiningu læknis. Þetta er ekki fólkið sem þjáist á þann máta sem lýst er í miklum smáatriðum í fréttum.
Þeir sem eru lengi að ná sér eftir Covid og þarfnast endurhæfingar eru aðallega einstaklingar á miðjum aldri, sem veiktust jafnvel illa.
Skrifað í apríl 2021.
Lesa grein…
Sjúkrahúsdvöl
Aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma eru langstærsti hluti þeirra sem leggjast inn á spítala vegna Covid. Þegar þetta fólk hefur verið bólusett verður álagið lítið á heilbrigðiskerfinu. Jafnvel þó það séu örlitlar líkur á að heilbrigð manneskja undir sextugu veikist illa, þá er innlögn á spítala alls ekki ávísun á andlát.
Lesa meira…
Það er ekkert sem bendir til þess að börn veikist meira af breska afbrigðinu en af öðrum ótilgreindum afbrigðum. Þegar talað er um að breska afbrigðið leggist frekar á börn, þá er átt við að sé meira smitandi, sem það virðist vera, óháð aldri. Börn veikjast hins vegar mun minna og sjaldnar en fullorðnir, og eru sárasjaldan lögð inn á spítala vegna veirunnar.
Skrifað í júní 2021.
Lesa grein…
Um okkur
Við erum hópur fólks úr ýmsum geirum samfélagsins og viljum leggja okkar af mörkum til að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn, afleiðingar og aðgerðir ásamt því að móta tillögur að leiðum út úr þessu ástandi.
Dr. Jón Ívar Einarsson,
læknir, lýðheilsufræðingur og
prófessor við Harvard Medical School.
Sigríður Á. Andersen,
lögfræðingur og fyrrv. þingmaður og ráðherra.
Þorsteinn Siglaugsson,
heimspekingur og hagfræðingur.
Erling Óskar Kristjánsson,
BSc verkfræði, vefstjóri.
Hópur sérfræðinga hefur undirritað
Hvað er “Út úr kófinu”?
Fyrirspurnir og ábendingar berist til erlingoskar@tutanota.com.