Fimmtudaginn 10. desember kl. 16.30 ræddu Dr. Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard Medical School og Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur og BA í heimspeki við heimspekingana Dr. Alberto Giubilini sérfræðing við Oxfordháskóla og Dr. Vilhjálm Árnason prófessor við HÍ um nokkur siðferðilega álitamál tengd Covid-19. Meðal umræðuefna:
- Er siðferðilega réttlætanlegt að horfa framhjá afleiðingum aðgerða gegn veirunni þegar sóttvarnaráðstafanir eru ákveðnar?
- Hver eru siðferðilegu álitamálin þegar kemur að mögulegri skyldu til bólusetninga eða að skerða mannréttindi fólks sem ekki kýs að láta bólusetja sig?
- Er allt mannlegt líf jafn mikilvægt?
- Er siðferðilega réttlætanlegt að telja líf ungs einstaklings mikilvægara en líf aldraðs einstaklings, eins og gjarna er gert við ákvarðanatöku um meðferðarkosti í heilbrigðiskerfinu?
Fundinum var streymt á Youtube rás hópsins “Út úr kófinu”.