Geðheilsa og sóttvarnir

Covid-19 – áhrif á geðheilsu

Miðvikudaginn 30. desember kl. 14 ræða Dr. Jón Ívar Einarsson læknir og prófessor við Harvard Medical School og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur um áhrif farsóttarinnar og aðgerða gegn henni á geðheilsu. Viðmælendur eru Dr. Björg Sigríður Hermannsdóttir sálfræðingur í London og geðlæknarnir Ólafur Guðmundsson og Óttar Guðmundsson.

Meðal annars verður fjallað um óttann við Covid, tengsl geðrænna kvilla og langtímaeinkenna og geðræn áhrif einangrunar og samfélagslegra lokana. Fundinum verður streymt á Youtube rás hópsins „Út úr kófinu“